Sumarblóma þjónusta hættir 

Til fjölmargra ára hefur starfsfólk Kirkjugarða Akureyrar boðið þjónustu við sumarblóm á leiði í kirkjugörðunum á Akureyri.  Nú er svo komið að þar skilja leiðir að sinni og hætt verður allri blómaþjónustu fyrir aðstandendur frá og með sumrinu 2019

Viðskiptavinum þökkum við samfygldina.

 

 

 Sumarstörf 2019

Að venju vantar okkur sumarfólk til starfa þegar snjóa leysir og sólin hækkar á lofti.  Um er að ræða hefðbundin og fjölbreytt garðyrkjustörf.  Þau sem verða 17 ára á árinu eða eldri geta sótt um.  Reynt er að ljúka ráðningaferlinu eigi síðar en í lok mars og þá fá allir umsækjendur svör.

Umsóknir og frekari fyrirspurnir má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 462-2613