Útfararþjónusta KGA er opin kl. 8 - 16 virka daga.

ATH. Eftir hádegi virka daga er  tími fyrir útfarir kl. 13.00.

Endilega hafið samband símleiðis í síma 461 4060 eða með tölvupósti; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vegna eðli starfseminnar eru aðstandendur hvattir til að hringja í síma 461-4060 og panta viðtalstíma.

Útfararþjónustan sér meðal annars um að sækja látna á dánarstað, aðstoða við val á líkkistu, búa um látna í kistu, aðstoða við undirbúning útfarar, sálmaskrá, blóm, tónlist og tilkynningar svo fátt eitt sé nefnt. Jafnframt á og rekur Útfararþjónustan tvo sérútbúna líkbíla. Höfum til sölu ýmsar gerðir af krossum á leiði, sýnishorn á staðnum. Bæklingar og auglýsingar frá steinsmiðjum liggja frammi á skrifstofu Útfararþjónustunnar.

 
 

Hvernig fer útför fram ?

Kistulagning.

Kistulagning er stutt bænastund nánustu aðstandenda. Þá hefur verið búið um látna í kistu, í fullu samráði við aðstandendur. Blæja er yfir ásjónu, aðstandendur ráða hvort blæjan er fjarlægð á meðan athöfn stendur. Möguleiki er á að hafa tónlist við kistulagningarbænina

Útför.

Útför er samfélagsleg athöfn. Þar koma saman nánustu ástvinir og aðrir þeir sem tengjast hinum látna. Hefð hefur skapast fyrir því að nánustu aðstandendur sitji á fremstu bekkjum vinstra megin, en líkmenn sem oftast eru 6 eða 8 sitja hægra megin. Að lokinni athöfn er kistan og kransar borin út úr kirkju meðan eftirspil er flutt. Frá kirkju er kistan flutt með viðhafnarbíl að kirkjugarði. Nánustu aðstandendur taka þátt í líkfylgdinni í garðinn

Dæmi um útfararathöfn

o Forspil / upphafslag

o Bæn

o Tónlist

o Ritningarlestur

o Tónlist

o Guðspjall

o Tónlist

o Minningarorð

o Tónlist

o Bæn og Faðir vor

o Tónlist

o Moldun

o Tónlist

o Blessun

o Eftirspil/útgöngulag

Í Kirkjugarði.

Kistan er borin úr bílnum að gröfinni, prestur fer með stutta bæn.

Oftast er kistan látin síga í gröfina á meðan aðstandendur eru á staðnum, þó hafa þeir val um að kistan sé látin síga eftir að þeir eru farnir. Aðstandendur signa yfir gröfina. Blóm og kransar eru lagðir á jörðina til hliðar við gröfina. Þegar lokið hefur verið við frágang grafarinnar eru blóm og kransar lagðir ofaná gröfina.