Útfarþjónusta KGA kappkostar að eiga alltaf á lager flestar gerðir af krossum og kistum sem í boði eru. Algengast er að ný leiði séu merkt með hvítum eða brúnum trékrossi til bráðabirgða. Þá eru nafn hins látna ásamt fæðingar og dánardægri grafið á svarta álplötu, oft eru einhver kveðjuorð látin fygja.  Platan er fest á krossinn og starfsmenn Kirkjugarðana setja krossinn út að frágangi grafar loknum. Varanlegir krossar eru ýmist zink eða pólýhúðaðir eða smíðaðir úr ryðfríu stáli. Útfararþjónustan aðstoðar þig einnig við val á legsteinum, og útvegar bæklinga frá öllum helstu steinsmiðjum landsins. Starfsmenn Kirkjugarða Akureyrar aðstoða síðan við uppsetningu legsteina.

Útfaraþjónustan sendir vörur hvert á land sem er.

Kistur

Krossar

Plötur á krossa