Sumarstarfsfólk 2023 - umsóknarfrestur liðinn
Umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Kirkjugörðum Akureyrar rann út þann 1.mars sl. Fjölmargar umsóknir bárust, bæði frá fyrrum sumarliðum og fjölmörgum sem vildur bætast í hópinn. Verið er að fara yfir umsóknirnar en ljóst að ekki komast margir nýjir að þar sem fyrrum sumarliðar fá endurráðningu. Allir umsækjendur munu fá frá okkur svar á allra næstu dögum.
Á hverju sumri ráða Kirkjugarðar Akureyrar starfsfólk til almennra garðyrkjustarfa. Umsóknir þurfa að berast tímanlega þar sem reynt er að ganga frá ráðningum og svara öllum tímanlega. Umsóknarfrestur rann út 1. mars. Þau sem eru 17 ára (17 á árinu) eða eldri geta sótt um.
Umhirða kirkjugarðana er fjölbreytt og skemmtilegt útistarf með fjölbreyttum hópi starfsfólks.
Umsóknir berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.