Nafn: Útfararþjónusta Kirkjugarða Akureyrar ehf.
Heimilisfang: Höfðagötu 1, 600 Akureyri
Rekstrarform: E1 - Einkahlutafélag (ehf)
ÍSAT nr: 96030 - Útfararþjónusta og tengd starfsemi
Kennitala: 470597-2679
VSK númer: 054143
Útfararþjónusta Kirkjugarða Akureyrar hóf starfsemi sína í mai 1997. Á sama tíma var nýtt líkhús og kapella tekin í notkun hjá Kirkjugörðum Akureyrar. Arkitekt af húsinu er Svanur Eiríksson. Útfararþjónustan hefur aðstöðu í Höfðakapellu sem stendur við Kirkjugarðinn við Höfðagötu Þar er öll aðstaða til kistulagninga og fámennra athafna. Einnig er aðstaða til að taka á móti aðstandendum.
Starfsmenn
Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Stefán Arnaldsson
Þórhalla Halldórsdóttir
Vigdís Lovísa Rafnsdóttir
Birgir Snorrason
Verksvið
Útfararþjónustan sér meðal annars um að sækja látna á dánarstað, aðstoða við val á líkkistu, búa um látna í kistu, aðstoða við undirbúning útfarar, sálmaskrá, blóm, tónlist og tilkynningar svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk Útfararþjónustu kappkostar að aðstoða aðstandendur með hvaðeina sem viðkemur útför.
Jafnframt á og rekur Útfararþjónustan tvo sérútbúna líkbíla.
Ávallt er reynt að hafa nokkar gerðir af krossum til á staðnum. Bæklingar og auglýsingar frá steinsmiðjum liggja frammi á skrifstofu Útfararþjónustu.